Reykjavík
Harpa Þrastardóttir, Sundskóli Hörpu
Mörkin, Suðurlandsbraut 64
Ungbarnasund byrjenda 2-12 mánaða, ungbarnsund framhald, sundskóli 1-3 ára og sundskóli 2-5 ára. Ný námskeið hefjast á u.þ.b. 2ja mánaða fresti yfir vetrarmánuðina og kennt er á sunnudögum. Í júlí er boðið upp á 3 vikna sumarnámskeið þar sem kennt er eftir hádegi á mánudögum og fimmtudögum. Nánari upplýsingar á sundskolihorpu.is og skráning fer fram á abler.io/shop/sundskolihorpu
Hrund Jónsdóttir, Ungbarnasund Hrundar
Grensáslaug
Ungbarnasund Hrundar er kennt á sunnudögum í Endurhæfingalauginni á Grensás. Hvert námskeið er í 7 vikur. Í boði eru hópar fyrir byrjendur frá 3-7 mánaða, framhald 1 fyrir börn sem eru búin með byrjendanámskeið eða eru á aldrinum 5-12 mánaða og framhald 2 sem er fyrir börn á aldrinum 1-2 ára.
Snorri Magnússon, Ungbarnasund Snorra
Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13 og Hátúni 12
Foreldrar geta valið á milli þess að koma 1x eða 2x í viku og er hver tími um 50-55 mínútur. Kennsla fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum fyrir námskeið sem eru 2x í viku. Fyrir þá sem kjósa að koma 1x í viku fer kennsla fram á föstudögum. Námskeiðin eru í boði fyrir 2-12 mánaða börn. Hægt er að skoða nánari upplýsingar á Facebook en skráningar fara fram í gegnum síma 896-6695.
Tracy Horn, Fjölnir
Grafarvogslaug
Ungbarnasund fyrir 0-18 mánaða. Ný námskeið hefjast á 6-8 vikna fresti og kennt er á sunnudögum. Nánari upplýsingar á fjolnir.is
Kópavogur
Sóley Einarsdóttir, Sundskóli Sóleyjar
Hrafnistu í Boðaþingi
Sundskólinn er með námskeiðin Ungbarnasundi 2-6 mánaða, Ungbarnsund 6-12 mánaða, sundnámskeið fyrir 1-2 ára, 2-4 ára, 4-6 ára, síðan er í boði sundnámskeið fyrir börn 7-11 ára. Á öllum námskeiðum hjá okkur tekur foreldri eða forráðamaður þátt í námskeiðinu svo að þar myndast mjög sterk tengsl foreldris og barns. Nánari upplýsingar og skráning á sundskoli.is.
Garðabær
Björg Ósk Bjarnadóttir , Ungbarnasund Bjargar
Sjálandsskóli
Boðið er upp á byrjendahóp og framhaldshóp, kennsla fer fram 2x í viku á þriðjudögum og fimmtudögum í mánuð í senn. Nánari upplýsingar á Ungbarnasund Bjargar á facebook og instagram. Skráning í tölvupósti á [email protected].
Hafnarfjörður
Erla Guðmundsdóttir, Ungbarnasund Erlu
Suðurbæjarlaug
Boðið er upp á þrenns konar námskeið fyrir börn frá 3 mánaða til 2,5 ára. Byrjendur (3 mánaða og eldri), Framhaldsnámskeið 1 (4-9 mánaða) og Framhaldsnámskeið 2 (6 mánaða til 2,5 ára). Hægt er að koma aftur og aftur á framhaldsnámskeið 2. Ný námskeið hefjast á 6-7 vikna fresti yfir vetrarmánuðina og kennt er á þriðjudögum. Sumarfrí er i júní en í júlí er 3 vikna sumarnámskeið sem kennt er í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum. Nánari upplýsingar á ungbarnasunderlu.is og skráning fer fram á https://www.abler.io/shop/ungbarnasunderlu
Harpa Þrastardóttir, Sundskóli Hörpu
Suðurbæjarlaug
Ungbarnasund byrjenda 2-12 mánaða, ungbarnsund framhald, sundskóli 1-3 ára og sundskóli 2-5 ára. Ný námskeið hefjast á u.þ.b. 2ja mánaða fresti yfir vetrarmánuðina og kennt er á laugardögum. Í júní og fram í byrjun júlí er boðið upp á sumarnámskeið eftir hádegi á þriðjudögum. Nánari upplýsingar á sundskolihorpu.is og skráning fer fram á abler.io/shop/sundskolihorpu
Mosfellsbær
Fabio La Marca, Ungbarnasund hjá Fabio
Reykjalundi
6 vikna námskeið og yndisstund fyrir foreldra og börn frá 3 mánaða til 24 mánaða. Námskeiðin fara fram í glæsilegri aðstöðu á Reykjalundi, 270 Mosfellsbæ. ATH: Boðið er upp á aukatíma fyrir myndatöku. Kennt er einu sinni í viku á föstudögum og sunnudögum. Í boði eru 3 námskeið: Leikur í vatni (12 - 24 mánaða), Byrjendur (3 - 9 mánaða) og Framhald yngri (til 12 mánaða). Skráning og nánari upplýsingar hjá: https://www.sundhjafabio.is/skraningar
Reykjanesbær
Jóhanna Ingvarsdóttir, Þjálfun í vatni
Akurskóla
Kennt er í Íþróttamiðstöð Akurskóla í Innri Njarðvík. Kennari er Jóhanna Ingvarsdóttir, Íþróttafræðingur og ungbarnasundkennari. Eftirfarandi hópar eru í boði á laugardögum: Sundskóli fyrir börn 18 mánaða til 4 ára (byrjendur og lengra komin), Fjörfiskar fyrir börn 8-18 mánaða (byrjendur og lengra komin), Framahaldshópur fyrir börn 4-14 mánaða og Byrjendahópur fyrir börn 2-10 mánaða Nánari upplýsingar og skráning á www.thjalfunivatni.is eða www.abler.io/shop/thjalfunivatni/1
Borgarnes
Fabio La Marca, Ungbarnasund hjá Fabio
Sundhöll Borgarnes
6 vikna námskeið og yndisstund fyrir foreldra og börn frá 3 mánaða til 24 mánaða. Námskeiðin fara fram í sundlauginni í Borgarnesi. ATH: Boðið er upp á aukatíma fyrir myndatöku. Kennt er einu sinni í viku á sunnudögum. Í boði eru 3 námskeið: Byrjendanámskeið (3 – 9 mánaða), Framhald yngri (5 – 12 mánaða) og Leikur í vatni (12 – 24 mánaða). Skráning og nánari upplýsingar hér: https://www.sundhjafabio.is/skraningar
Ísafjörður
Signý Þöll Kristinsdóttir, Ungbarnasund Signýjar.
Æfingalaug Endurhæfingardeildar HVest
Regluleg námskeið frá hausti fram á vor. 8-10 vikna námskeið 2x í viku fyrir byrjendur og lengra komna. Einkatímar í boði ef þess er óskað. Bókanir á Facebook: Ungbarnasund Signýjar.
Akureyri
Ásta Heiðrún Jónsdóttir, Ungbarnasund á Akureyri
Akureyrarlaug (innilauginni niðri)
Ungbarnasund fyrir börn frá 3-12 mánaða á mánudögum og miðvikudögum. Nánari upplýsingar á Facebooksíðu Ungbarnasund á Akureyri. Skráning á [email protected]
Vestmannaeyjar
Bryndís Jónsdóttir og Þórunn Þrastardóttir
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
Ungbarnasund (3-12 mán) byrjendur og framhald. Hægt að hafa samband með sérstakar fyrirspurnir. Vegna skorts á aðgengi að heitri laug eru ekki föst kennsla. Laugin er hituð upp 2-3x yfir árið, viku í senn, t.d. yfir páska- og jólafrí. Hafið samband á [email protected].
Svanhildur Eiríksdóttir, Sundfélag ÍBV
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
Ungbarnasund (3-12 mán), Krílasund (12-24 mán) sundnámskeið (2-6 ára). Tek einnig að mér einkatíma sé þess óskað. Vegna skorts á aðgengi að heitri laug eru ekki föst kennsla. Laugin er hituð upp 2-3x yfir árið, viku í senn, t.d. yfir páska- og jólafrí. Nánari upplýsingar undir Sundfélag ÍBV á Facebook.