Skip to Content

Listi yfir starfandi ungbarnasundkennara

Starfandi ungbarnasundkennarar

Hér fyrir neðan er listi yfir alla starfandi ungbarnasundkennara á Íslandi sem lokið hafa viðurkenndu námi í ungbarnasundkennslu og eru félagar í Busla. 

Gott er að hafa í huga við val á kennara að finna aðila sem þið tengið við og að æfingatíminn og staðsetning sundlaugarinnar henti ykkur. 

Bókanir fara fram hjá hverjum kennara fyrir sig. 

Reykjavík

Harpa Þrastardóttir, Sundskóli Hörpu

Mörkin, Suðurlandsbraut 64

Social Media

Ungbarnasund byrjenda 2-12 mánaða, ungbarnsund framhald, sundskóli 1-3 ára og sundskóli 2-5 ára. Ný námskeið hefjast á u.þ.b. 2ja mánaða fresti yfir vetrarmánuðina og kennt er á sunnudögum. Í júlí er boðið upp á 3 vikna sumarnámskeið þar sem kennt er eftir hádegi á mánudögum og fimmtudögum. Nánari upplýsingar á sundskolihorpu.is og skráning fer fram á abler.io/shop/sundskolihorpu 

Hrund Jónsdóttir, Ungbarnasund Hrundar

Grensáslaug

Social Media

Ungbarnasund Hrundar er kennt á sunnudögum í Endurhæfingalauginni á Grensás. Hvert námskeið er í 7 vikur. Í boði eru hópar fyrir byrjendur frá 3-7 mánaða, framhald 1 fyrir börn sem eru búin með byrjendanámskeið eða eru á aldrinum 5-12 mánaða og framhald 2 sem er fyrir börn á aldrinum 1-2 ára.

Snorri  Magnússon, Ungbarnasund Snorra

Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13 og Hátúni 12

Social Media

Foreldrar geta valið á milli þess að koma 1x eða 2x í viku og er hver tími um 50-55 mínútur. Kennsla fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum fyrir námskeið sem eru 2x í viku. Fyrir þá sem kjósa að koma 1x í viku fer kennsla fram á föstudögum. Námskeiðin eru í boði fyrir 2-12 mánaða börn. Hægt er að skoða nánari upplýsingar á Facebook en skráningar fara fram í gegnum síma 896-6695. 

Tracy Horn, Fjölnir

Grafarvogslaug

Social Media

Ungbarnasund fyrir 0-18 mánaða. Ný námskeið hefjast á 6-8 vikna fresti og kennt er á sunnudögum. Nánari upplýsingar á fjolnir.is


Kópavogur

Sóley Einarsdóttir, Sundskóli Sóleyjar

Hrafnistu í Boðaþingi

Social Media

Sundskólinn er með námskeiðin Ungbarnasundi 2-6 mánaða, Ungbarnsund 6-12 mánaða, sundnámskeið fyrir 1-2 ára, 2-4 ára, 4-6 ára, síðan er í boði sundnámskeið fyrir börn 7-11 ára. Á öllum námskeiðum hjá okkur tekur foreldri eða forráðamaður þátt í námskeiðinu svo að þar myndast mjög sterk tengsl foreldris og barns. Nánari upplýsingar og skráning á sundskoli.is.


Garðabær

Björg Ósk Bjarnadóttir , Ungbarnasund Bjargar

Sjálandsskóli

Social Media

Boðið er upp á byrjendahóp og framhaldshóp, kennsla fer fram 2x í viku á þriðjudögum og fimmtudögum í mánuð í senn. Nánari upplýsingar á Ungbarnasund Bjargar á facebook og instagram. Skráning í tölvupósti á [email protected].


Hafnarfjörður

Erla Guðmundsdóttir, Ungbarnasund Erlu

Suðurbæjarlaug

Social Media

Boðið er upp á þrenns konar námskeið fyrir börn frá 3 mánaða til 2,5 ára. Byrjendur (3 mánaða og eldri), Framhaldsnámskeið 1 (4-9 mánaða) og Framhaldsnámskeið 2 (6 mánaða til 2,5 ára). Hægt er að koma aftur og aftur á framhaldsnámskeið 2. Ný námskeið hefjast á 6-7 vikna fresti yfir vetrarmánuðina og kennt er á þriðjudögum. Sumarfrí er i júní en í júlí er 3 vikna sumarnámskeið sem kennt er í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum. Nánari upplýsingar á ungbarnasunderlu.is og skráning fer fram á https://www.abler.io/shop/ungbarnasunderlu

Harpa Þrastardóttir, Sundskóli Hörpu

Suðurbæjarlaug

Social Media

Ungbarnasund byrjenda 2-12 mánaða, ungbarnsund framhald, sundskóli 1-3 ára og sundskóli 2-5 ára. Ný námskeið hefjast á u.þ.b. 2ja mánaða fresti yfir vetrarmánuðina og kennt er á laugardögum. Í júní og fram í byrjun júlí er boðið upp á sumarnámskeið eftir hádegi á þriðjudögum. Nánari upplýsingar á sundskolihorpu.is og skráning fer fram á abler.io/shop/sundskolihorpu 


Mosfellsbær

Fabio La Marca, Ungbarnasund hjá Fabio

Reykjalundi

Social Media

6 vikna námskeið og yndisstund fyrir foreldra og börn frá 3 mánaða til 24 mánaða. Námskeiðin fara fram í glæsilegri aðstöðu á Reykjalundi, 270 Mosfellsbæ. ATH: Boðið er upp á aukatíma fyrir myndatöku. Kennt er einu sinni í viku á föstudögum og sunnudögum. Í boði eru 3 námskeið: Leikur í vatni (12 - 24 mánaða), Byrjendur (3 - 9 mánaða) og Framhald yngri (til 12 mánaða). Skráning og nánari upplýsingar hjá: https://www.sundhjafabio.is/skraningar


Reykjanesbær

Jóhanna Ingvarsdóttir, Þjálfun í vatni

Akurskóla

Social Media

Kennt er í Íþróttamiðstöð Akurskóla í Innri Njarðvík. Kennari er Jóhanna Ingvarsdóttir, Íþróttafræðingur og ungbarnasundkennari. Eftirfarandi hópar eru í boði á laugardögum: Sundskóli fyrir börn 18 mánaða til 4 ára (byrjendur og lengra komin), Fjörfiskar fyrir börn 8-18 mánaða (byrjendur og lengra komin), Framahaldshópur fyrir börn 4-14 mánaða og Byrjendahópur fyrir börn 2-10 mánaða Nánari upplýsingar og skráning á www.thjalfunivatni.is eða www.abler.io/shop/thjalfunivatni/1 


Borgarnes

Fabio La Marca, Ungbarnasund hjá Fabio

Sundhöll Borgarnes

Social Media

6 vikna námskeið og yndisstund fyrir foreldra og börn frá 3 mánaða til 24 mánaða. Námskeiðin fara fram í sundlauginni í Borgarnesi. ATH: Boðið er upp á aukatíma fyrir myndatöku. Kennt er einu sinni í viku á sunnudögum. Í boði eru 3 námskeið: Byrjendanámskeið (3 – 9 mánaða), Framhald yngri (5 – 12 mánaða) og Leikur í vatni (12 – 24 mánaða). Skráning og nánari upplýsingar hér: https://www.sundhjafabio.is/skraningar


Ísafjörður

Signý Þöll Kristinsdóttir, Ungbarnasund Signýjar.

Æfingalaug Endurhæfingardeildar HVest

Social Media

Regluleg námskeið frá hausti fram á vor. 8-10 vikna námskeið 2x í viku fyrir byrjendur og lengra komna. Einkatímar í boði ef þess er óskað. Bókanir á Facebook: Ungbarnasund Signýjar.


Akureyri

Ásta Heiðrún Jónsdóttir, Ungbarnasund á Akureyri

Akureyrarlaug (innilauginni niðri)

Social Media

Ungbarnasund fyrir börn frá 3-12 mánaða á mánudögum og miðvikudögum. Nánari upplýsingar á Facebooksíðu Ungbarnasund á Akureyri. Skráning á [email protected]


Vestmannaeyjar

Bryndís Jónsdóttir og Þórunn Þrastardóttir

Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

Ungbarnasund (3-12 mán) byrjendur og framhald. Hægt að hafa samband með sérstakar fyrirspurnir. Vegna skorts á aðgengi að heitri laug eru ekki föst kennsla. Laugin er hituð upp 2-3x yfir árið, viku í senn, t.d. yfir páska- og jólafrí. Hafið samband á [email protected].

Svanhildur Eiríksdóttir, Sundfélag ÍBV

Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

Social Media

Ungbarnasund (3-12 mán), Krílasund (12-24 mán) sundnámskeið (2-6 ára). Tek einnig að mér einkatíma sé þess óskað. Vegna skorts á aðgengi að heitri laug eru ekki föst kennsla. Laugin er hituð upp 2-3x yfir árið, viku í senn, t.d. yfir páska- og jólafrí. Nánari upplýsingar undir Sundfélag ÍBV á Facebook.