Lög Busla
Lög félags ungbarnasundskennara á Íslandi
1.gr.
Félagið heitir BUSLI og er félag kennara í ungbarnasundi á Íslandi.
Lögheimili þess og varnarþing er í Kópavogi.
2.gr.
Ungbarnasund er markviss örvun og aðlögun barna frá 0-2 ára.
3.gr.
Markmið félagsins er að vinna að framgangi ungbarnasunds á Íslandi.
- stuðla að aukinni menntun félagsmanna.
- auka samstarf meðal ungbarnasundskennara.
- beita sér fyrir bættri aðstöðu fyrir ungbarnasundi í landinu.
- standa fyrir námskeiðum fyrir kennara, eitt og sér eða í samvinnu við aðra.
- vera félagsmönnum innan handar vegna framhaldsnáms erlendis.
4.gr.
Félagar í félagi ungbarnasundkennara geta þeir orðið sem lokið hafa námi í íþrótta- og heilsufræðum, sjúkraþjálfun, hjúkrunarfræðum eða sambærilegu námi og hafa lokið leiðbeinendanámi í ungbarnasundi. Umsókn/úrsögn úr félagi skal vera skrifleg til stjórnar félagsins.
5.gr.
Stjórn félagsins skipa þrír menn sem kjörnir eru á aðalfundi ár hvert. Formaður er kosinn sérstaklega, tveir meðstjórnendur, ritari og gjaldkeri auk eins til tveggja varamanna. Stjórn skal vinna að markmiðum félagsins. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála í stjórn.
6.gr.
Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í málefnum þess. Rétt til setu á aðalfundi með atkvæðisrétt, málfrelsi og tillögurétt hafa allir skuldlausir félagar.
7.gr.
Aðalfund félagsins skal halda í janúar ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað með minnst 14 daga fyrirvara.
8.gr.
Tillögur að lagabreytingum skulu hafa borist stjórn félagsins fyrir 1. desember og eru þær sendar félagsmönnum með fundarboði til aðalfundar.
9.gr.
Á fundum félagsins skal viðhöfð leynileg atkvæðagreiðsla sé þess sérstaklega óskað af stjórnarmanni.
10.g.
Reikningsár félagsins skal vera frá 1. janúar til 31. desember.
11.gr.
Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:
1. Setning
2. Starfsmenn fundarins kosnir; Fundarstjóri og ritari
3. Skýrsla stjórnar og reikningar
4. Lagabreytingar
5. Félagsgjald ákvedid
6. Kosning til stjórnar. Formaður, tveir meðstjórnendur, einn til tveir varamenn kosnir til eins árs í einu.
7. Ōnnur mál og fundarlok
12.gr.
Lög þessi tóku gildi við stofnun félagsins 17. mars 1994.
Lögin voru síðast endurskoðuð og samþykkt á aðalfundi 29.janúar 2023.