Ungbarnasund
Ungbarnasund er einstök upplifun fyrir foreldra og börn sem hefur rótfestu á Íslandi í áratugi. Markmið ungbarnasunds er ekki einungis að kynna barni fyrir vatninu heldur einnig að efla tengsl foreldra og barns, styrkja öryggi barnsins í vatni og örva þroska þesst sem líkamlega sem andlega.

Hver eru áhrif ungbarnasunds
Fyrir barnið:
- Styrkir líkamlega hreyfiþroska og samhæfingu.
- Hjálpar til við að þroska jafnvægi og vöðvastyrk.
- Skapar öryggi í vatni og dregur úr hræslu.
- Eykur skynjun og fínhreyfingar.
Fyrir foreldra:
- Styrkir tengsl og traust milli foreldris og barns.
- Gefur foreldrum tækifæri til að njóta gæðastunda með barninu í róandi umhverfi.
- Er frábær leið til að kynnast öðrum foreldrum og mynda tengsl.
- Eykur sjálfstraust foreldra með barninu í sundi.
Hvað er ungbarnasund?
Ungbarnasund er skipulögð þjálfun í vatni fyrir börn og foreldra þeirra fyrstu tvö ár lífsins. Misjafnt er á hvaða aldri kennarar taka á móti byrjendum en algengt er að börn geti byrjað nám 2-3 mánaða gömul og það er aldrei of seint að koma á námskeið (kennarar kunna þó að kenna eingöngu afmörkuðum aldurshópum).
Ungbarnasund hentar þeim fjölskyldum sem leggja áherslu á að þroska líkamlegt og andlegt heilbrigði barnsins. Tímarnir styðja við þroska barnsins en einnig tengsl barnsins og foreldra.
Gott er að velja sundlaug og kennara sem hentar ykkar fjölskyldu.
